6.6.2007 | 11:19
Skrítið að eftirspurn skuli vera eftir "ókeypis"
Maður nokkur sagði fyrir nokkrum árum "Þar sem er ókeypis, þar er eftirspurn" og fékk smá bágt fyrir. En þetta er bara satt.
Það virðist ekki vera neitt lát á því sem háskólanemar vilja fá ókeypis. Ókeypis menntun (sem er rándýr en aðrir borga), ókeypis í strætó, hræbilleg lán, ókeypis bækur. Skemmtilegur þrýstihópur, þessir háskólanemendur.
Annars er þetta svosum ekkert vitlaus hugmynd. Þessir vagnar ganga hvort eð er tómir um göturnar, sakar ekki að létta á umferðinni vestur í bæ á morgnanna og leyfa háskólanemum að fljóta með ókeypis. Gæti reynst ágætis samgöngubót fyrir einkabílana.
![]() |
Stúdentar vilja fá frítt í strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)