Óska samt breytinga

Já, stjórnin heldur víst velli skv þessari könnun. Gerði það ekki í gær en gerði það í fyrradag. Ef hún heldur velli vona ég samt að Geir hafi gæfu til að blikka Ingu Sollu og bjóða þeim í dans í fjögur ár. Maður er orðinn doldið leiður á Framsókn.

 Góðu fréttirnar eru þær að VG dala og dala og dala. Þau mega dala aðeins meir.


mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DV nei takk!!!

Þegar við vísitölufjölskyldan komum heim í gær beið okkar póstur við dyrnar, eins og vanalega. Nema hvað að í þetta sinn var þarna DV í hrúgunni. Við Elsa urðum undrandi enda ekki áskrifendur af þessu blaði. Nema hvað að ég fór að glugga í það eftir matinn, svona til að sjá af hverju ég fékk þetta. Jú, það kom í ljós að áskriftarátak er í gangi hjá þeim. En að efninu.

Það var að sjá af forsíðunni að í blaðinu yrði kjörtímabilið gert upp. Ekki kjörtímabil stjórnarinnar heldur bara kjörtímabilið. Samt voru einungis orð og verk sitjandi ríkisstjórnar gerð upp. Og ekki það jákvæða. Nei, einungis það neikvæða. íraksmálið, skattamál, fjölmiðlafrumvarpið, Baugsmálið o.s.frv. Ekkert um skattalækkanir, velferðamál, menntamál, heilbrigðismál, sala Símans, sala bankanna, ekkert sem stjórnin gerði sem var jákvætt.

Og ekki heldur var minnst á neitt af því stjórnarandstaðan gerði eða sagði. Jákvætt eða neikvætt. Það var því alveg augljóst að þetta DV blað var áróðursblað. Sem væri fínt ef árið væri 1983 meðan Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn voru og hétu. En nú til dags þykjast fjölmiðlar vera hlutlausir og taka sjálfa sig ofsalega hátíðlega. Prímadonnur. En nafni minn Egilsson fellur þarna í þann fúla pytt að vera með rakalausann áróður á huglægu mati blaðsins á staðreyndum þessa kjörtímabils rétt fyrir kosningar.

Mér líkar ekki svona "blaðamennska". Ef fyrirsögnin á forsíðu hefði verið "Neikvæðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu" þá hefði maður vitað að nú yrði farið yfir allt sem neikvætt var. Ekkert jákvætt, og allt bundið við ríkisstjórnina. En ef blaðið þykist ætla að gera upp kjörtímabilið þá er ekki úr vegi að stækka mengið, ekki satt?

En svo sá ég í morgun að Hreinn Loftsson er stjórnarformaður DV. Hmmmm ætli það hafi eitthvað að segja um efnistök þessa blaðs? 


Bloggfærslur 9. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband