4.5.2007 | 12:40
Gott hjá henni
Það er ekki nóg að hlutirnir líti út fyrir að vera bognir, þeir þurfa að vera bognir í raun. Kastljósið fór af stað með þetta mál af of miklu offorsi án þess að vera með staðreyndir á hreinu. Því er gott hjá Jónínu að láta hitna aðeins undir þeim þarna í Kastljósinu.
Annars mun ekkert koma út úr þessu. Fréttamenn verða að fara á sama level og DV var á til að fá áminningu. Þessi sjálfhverfa stétt á aldrei eftir að skamma sjálfa sig fyrir þetta mál. Ekki ef sama stétt verðlaunar Guðrúnu söngkonu [sem var] í Íslandi í Dag þegar hún neitaði að tala við Ron Jeremy. Ekki sama stétt og setti á svið farsa, fréttatíma eftir fréttatíma, þegar fréttastjóri, ekki þeim þóknanlegur, var ráðinn.
Talandi um hlutleysi blaðamanna....
![]() |
Umhverfisráðherra ætlar að kæra umfjöllun til siðanefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2007 | 10:05
Af hverju er útivistartími bundinn í lög?
Þegar ég var krakki og unglingur skildi ég aldrei af hverju útivistartími var bundinn í lög. Mamma og pabbi sögðu mér hvenær ég ætti að koma inn og það voru þau lög sem ég fór eftir. Löggan þurfti ekki að fylgjast með því, því löggan var heima.
Enn þann dag í dag skil ég ekki af hverju þetta þarf að vera í lögum. Og mig grunar að þegar það kemur að mér sem foreldri að stýra útivist barna minna muni ég ekki huga neitt að því hvað lagabókstafurinn segir heldur frekar veðri, árstíma, dagskrá næsta dags og öðrum þáttum.
Hvernig er það, er fylgst með þessu í sveitum landsins? Þegar heyskapur er á fullu hjá bændum og menn keppast að nýta þurrkinn, er þá löggan að fylgjast með að ungar, hjálpsamar hendur fylgi lagabókstafnum? Og í sumarbústöðum, hvað með þá? Er löggimann að fylgjast með því að börn séu ekki að leika sér of mikið úti á björtum sumarkvöldum fram að miðnætti? Gleyma sér í að búa til ævintýraheima og góðar minningar fyrir ævikvöldið?
Nei, þessi lög um útivist barna þurfa góða stólpípu.
![]() |
Útivistartími barna breyttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |