Andsvör virka ekki á suma

Það er með ólíkindum að lesa skrif sumra um þetta mál. Allt sem komið hefur fram í gögnum sýnir svart á hvítu að Jónína kom ekki nálægt því að hafa áhrif á framgang máls tengdardóttur sinnar. Samt er hjakkað í sama farinu hjá sumum. Það er sama hversu oft nefndarmenn neita óheilindum, því er ekki trúað. Eins og fólk reikni með því að stjórnmálamenn ljúgi by default.

Það er bara svona, sumir vilja bein til að smjatta á, burtséð hvort beinið sé bragðlaust eða ekki. Tilgangurinn helgar meðalið.

Verði þeim að góðu. Og Kastljósið má skammast sín. Þau fóru af stað með mál sem á finnast eðlilegar skýringar og sitja núna með skítugar hendur, Helgi Seljan í brotti fylkingar. Birta þar að auki persónuupplýsingar stúlkunnar í Kastljósinu.

Mikið vona ég að skítugi þvottur þeirra verði einhverntíma til sýnis fyrir framan alþjóð. Svona svo þau fái að smakka á sínum beisku meðölum. 


mbl.is Um ríkisborgararétt og Kastljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband