Þó ég stundum eigi það til að gagnrýna reikniaðferðir Guðmundar Ólafssonar (Lobba) þá komst hann að sömu niðurstöðu og ég um villur og rugl í útreikningum Þorsteins varðandi álverð, og álverð var einmitt lykilþáttur í því að reikna tap af Kárahnjúkavirkjun.
Það getur hver sem er farið og skoðað verðþróun áls frá 1998 á vef London Metal Exchange og skoðað fyrir sjálfan sig. Skýrsla Þorsteins vísaði í þessa aðila sem heimild fyrir verði á áli.
Þannig að ég vona að mér fyrirgefist það að trúa frekar Einari sjávarútvegsráðherra þegar hann lýsti því yfir að þessar tölur Þorsteins væru þvættingur. Þessar tölur hjá Þorsteini eru nefnilega ekkert nýjar af nálinni.
![]() |
750 milljónum varið í verkefni tengd hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)