11.5.2007 | 16:17
Er villa óvænt
Ég var að velta fyrir mér óvæntum villum í hugbúnaði.
Það gerist stundum að maður er að nota/búa til forrit eða einhvern hugbúnað og fær skilaboð um að óvænt villa hafi komið upp. En af hverju þarf að taka fram að villan sé óvænt? Eru þær ekki allar óvæntar? Hvenær hefur maður fengið skilaboðin:
"Fyrirfram ákveðin villa varð í hugbúnaðinum og þú mátt þakka okkur fyrir hana, vesgú".
Ég held að svarið liggi í því að ef að villan er fyrirfram ákveðin þá er þetta ekki villa lengur heldur fídus.
11.5.2007 | 11:08
Esjan í bítið
Fór á fætur kl. 5:30 í morgun, skóflaði í mig morgunmat, náði í bakpokann minn og hélt að rótum Esjunnar. Á leiðinni fór ég fram hjá hópi hjólreiðamanna, sem komu einnig að Esjunni og fóru upp einnig. Þeir reyndar voru komnir upp á undan mér enda fóru þeir styttri leiðina.
Ég náði upp að Steini á 54 mín og 28 sek. og þótti mér það ágætt miðað við að ég var 58 mín. síðast. Ég held ég reyni að fara upp 2-3 sinnum aftur fram að næstu helgi en þá fer ég á Hvannadalshnjúk með 30 vinnufélögum mínum.
Á leiðinni niður var ég á undan hjólreiðarmönnunum næstum alla leið. Rétt áður en ég kom að bílastæðinu komu þrír hlaupandi framhjá mér og bauð einn þeirra mér góðann daginn. Ég reyndar þóttist kannast eitthvað við kauða og sá, þegar á bílastæðið kom, að þarna var á ferð einn vinnufélagi minn af IT sviði Kaupþings.
Ég reyndar fór einu sinni á Esjuna á svipaðan máta og þeir gerðu, þ.e. spretti upp og hljóp niður og allt með bakpoka á bakinu. En þá var ég í flottu formi og hljóp hálf-maraþon nokkrum dögum síðar. Það form er löngu farið en annað form komið í staðinn, öllu verra. En það er svona, tímarnir breytast og mennirnir með. Mér þykir meira gaman þessa dagana að eta, borða vera með börnunum og fjölskyldunni en að hlaupa og dandalast um holt og hæðir.
Hef þó engar áhyggjur af Hnjúknum. Hann verður pís of keik. Been there, done that í frönsku Ölpunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)