Sjallar í garðinn í boði Samfylkingarinnar

Ég fékk tvo miða afhenta við Rimaskóla í gær á sumardeginum fyrsta. Samfylkingin er með kosningaskrifstofu í Miðgarði í Grafarvogi og sendi strák út af örkinni með bunka af miðum að gefa. Og hann gaf mér einn og svo fann ég einn siðar.  Ég ætla að fara með börnin mín og njóta dagsins með þeim þarna. Þetta verður örugglega gaman. Og það verður gott veður líka því ég á afmæli og það er alltaf gott veður á afmælsidegi mínum. Svo lengi sem ég man eftir mér.

Það vill þó svo skemmtilega til að ég er yfirlýstur Sjalli sem og sá sem fær að njóta hins miðans. Hann kemur með sína fjölskyldu. Ég mun þó þakka fyrir mig ef ég sé Össur, Ingibjörgu eða aðra frambjóðendur, og ef ekki, þá þakka ég hér með fyrir mig. Mér datt í hug að mæta með bláa XD nælu en það væri bara dónaskapur og vanþakklæti. Og það er ekki minn stíll að vera vanþakklátur dóni.


mbl.is Samfylkingin býður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grasekkill - dagur 6

Jæja, upp á Esjuna fór ég í gær. Við Jón Heiðar fórum í tvíeyki upp og vorum 1 klst og 2 mín upp að steini. Þetta var bara ágætis túr. Ég reyndar rifjaði það upp að þegar ég var þrítugur var ég rétt rúmlega klukkutíma að fara upp og niður. Farið er það form :(

En á meðan ég var nýbúinn að svitna á Esjunni var mamma með börnin. Hún fór í Rimaskóla með þau þar sem dagskrá var, hoppukastalar og svoleiðis. Nema hvað að þegar ég var nýkominn úr baði hringdi mamma og bað mig að hjálpa sér. Þengill var ekki sáttur við að þurfa að bíða alltaf í röð eins og hinir og lét ófriðlega. Ég mætti bara á staðinn og þetta var bara gaman fyrir þau blessuð börnin að vera þarna. Og Samfylkingin gaf mér miða fyrir mig og börnin í Húsdýra og Fjölskyldugarðinn á laugardaginn, sem er afmælisdagurinn minn. Ég fékk reyndar einn til viðbótar seinna og ætla að bjóða Þorfinni og Söru og co þann miða.

Síðan var farið í bakkelsi og svo kvöldmat hjá mömmu og pabba. Svo heim að sofa.

Bloggfærslur 20. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband