Sorglegt gleðiefni

Það er fagnaðarefni að nemendur skuli hafa svona mikinn metnað og dug að fara ná forskoti á námið og vinna sér í haginn. Það er að sama skapi sorglegt að lesa svona hvað grunnskólarnir eru enn lélegir í að sinna góðum nemendum sínum og mæta ekki eftirspurn 1/5 nemenda.

Þetta minnir óþægilega á æskuár mín í grunnskóla, þar sem endalaust var hlaupið á eftir tossunum, nógur tími handa þeim, en við hin sem áttum auðvelt með að læra þurftum að láta okkur leiðast í biðinni á meðan. Algjör metnaðarkiller og sósíalismi. Jöfn dreifing á meðalmennskunni.
mbl.is Um 20% nemenda í 10. bekk grunnskóla stunda einnig nám á framhaldsskólastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband