23.3.2007 | 13:15
Voodoo hagfræði
Hvað ætli þeir finni til núna til að lita niðurstöðurnar auðvaldinu í óhag? Þessi "virðulega" stofnun? Með alla þessa "ópólitísku" prófessora.
Það er þessari könnun þó til trausts að þarna eru tveir hagsmunaaðilar, ASÍ og SFF. Kúnninn kannski fær Hagfræðistofnun til að sleppa öllum voodoo hagfræðitöktum.
![]() |
Samanburður á kostnaði og þjónustugjöldum banka og sparisjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2007 | 12:42
Jesús, María, Jósef og Tom Cruise hvað hún er stór
Mér varð það á að líta til hliðar akkúrat þegar vélin fór fram hjá vinnustað mínum og sá hana ansi vel. OG HVAÐ HÚN ER STÓR! Váááááááá. Og miðað við stærð virkaði flughraðinn eins og hún rétt silaðist áfram, haldið uppi af einhverju kraftaverki.
Það sem vakti athygli mína einnig að enginn hávaði barst frá vélinni. Það heyrðust akkúrat engar drunur eða hljóð yfir höfuð. Man ég þá tíð að maður gat varla talað saman á jörðu niðri ef flugvél flaug yfir í 33.0000 feta hæð. Núna flýgur hún yfir í tveggja metra hæð án hljóðs.
Hei, nýtt slagorð í Kók auglýsingu. Stærsta flugvél í heimi með ZERO hljóði. Nei, virkar ekki, vantar alla karlrembu í þetta.
![]() |
Stærsta farþegaþota í heimi yfir Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)