Endalaust kommakvabb er þetta í Degi.

Dagur er nú kannski ekki kommi í þeirri merkingu orðsins en það er skemmtilegt hvað hann gleymir að nefna hér eitt grundvallaratriði þegar hann segir bankana hafa margfaldast í verði.

Bankarnir voru seldir til einkaaðila. Fóru úr pólitískum höndum bitlingastjórnmálamanna yfir í hendur manna sem voru að huga að hag bankanna og fé hluthafa. Þar liggur hundurinn grafinn.  Ef Dagur vill sjá orkufyrirtæki gera slíkt hið sama þá þarf að selja hlut opinberra aðila í slíkum fyrirtækjum. Því hið opinbera er á sama tíma í því hlutverki að fara varlega í fjárfestingum vegna eðli þessa hlutverks, að skaffa ódýra orku til almúgans. Það er ekkert í hendi þessi ávinningur sem GETUR hlotist af því að fara á erlenda markaði.

Mér finnst alveg merkilegt hvað pólitík er ömurlegur starfsvettvangur. Dammned if you do, dammned if you don't. Það er stokkið í þetta sameiningarrugl með hverju axarskaftinu á fætur öðru af hálfu Villa og Binga, og um leið og aðrir fulltrúar segja "heyrðu nú mig, ekkert svona hér karl minn" og stoppa þetta, er það fordæmt líka. Dagur formælti þessum aðgerðum og þegar bakkað er úr þeim (í samræmi við einmitt fyrri orð XD, hið opinbera á ekki að vera í áhættufjárfestingum) þá er það líka vonlaust.

Áhættufjárfestingar segi ég, já. Það er eitt að stefna í að nýta þekkingu og mannauð í útrás á því sviði sem OR hefur haslað sér völl á einokunnarmarkaði, í formi REI. Annað að fara að fjárfesta í orkufyrirtækjum í t.d. ófriðarlöndum á borð við Filipseyjar, þar sem vopnuð átök hafa staðið yfir í áratugi.

Og það er gaman að sjá hvað Dagur og fleiri halda að borgarbúar séu að gefa tugi milljarða til Glitnis og annarra. Þetta er ekki í hendi enn og það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara OR sem kom að þessu máli, Geysir Green Energy var löngu lagt af stað í þessa átt með sína milljarða fjárfestingar og á þar af leiðandi risastóra sneið af þessari útrás íslenskra orkufyrirtækja. 


mbl.is Segir borgarbúa geta orðið af allt að 50 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband