16.10.2007 | 09:22
Þegar fólk skýtur sig í fótinn, viljandi
Það má vel vera að þessar konur í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum séu ósáttar við Margréti. En nú vill svo til að Margrét er þarna í nafni Frjálslynda flokksins og ÓHÁÐRA, hvort sem þeim líkar það eða ekki og þær geta EKKERT gert í því annað en að pirra sig. Þá spyr maður sig: Ef það er ekkert sem þær geta gert, af hverju þá að styggja Margréti? Eru meiri líkur á því að Margrét sinni hugarefnum Frjálslyndra ef þær eru að rakka Margréti niður í fjölmiðlum? Þetta er eins óþroskað og hægt er. Plús það að þær eru þarna að ætlast til þess að stjórnmálamaður sé samkvæmur sjálfum sér. Sem er sjaldgæfari viðburður en lottóvinningarnir mínir (engir).
Og getur einhver sagt mér hvaða náttúrulögmál veldur því að þar sem fólk kemur saman í félagi, þá þurfa konur alltaf að koma sér afsíðis og búa til sér "kvennafélag"? Hvað varð um að vera bara saman? Þetta er hreint út sagt ótrúleg tilhneiging.
Og getur einhver sagt mér hvaða náttúrulögmál veldur því að þar sem fólk kemur saman í félagi, þá þurfa konur alltaf að koma sér afsíðis og búa til sér "kvennafélag"? Hvað varð um að vera bara saman? Þetta er hreint út sagt ótrúleg tilhneiging.
![]() |
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)