Færsluflokkur: Bækur
15.8.2007 | 10:19
Fífa er dáin
Sorgartíðindi voru að berast mér í símann rétt áðan. Fífa, kötturinn okkar, er dáin. Hún lést á dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti í nótt af áverkum sem hún hlaut fyrir tveim dögum. Við vitum ekki hvað kom fyrir, sennilega hefur bíll keyrt á hana.
Börnin koma til með að sakna hennar, sem og við Elsa. Fífa var 14 ára þegar hún dó.
Update: Jarðaför Fífu fór fram í kyrrþey, og mun hún hvíla í garðinum okkar í Æsuborgum. Við Elsa kvöddum hana þarna og börnin fá tækifæri til að gera slíkt hið sama þegar þau koma úr leikskólanum. Ég á eftir að sakna Fífu.
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)