Færsluflokkur: Tölvur og tækni
16.3.2007 | 13:43
Winamp Remote beta er ekki að virka
Jæja, ég ætlaði að reyna að prófa að nýja fídusinn í Winamp sem heitir Winamp Remote. Hann er þannig að það er sett upp forrit (server) á þeirri vél sem hýsir allt stafræna tónlistarsafnið mitt. Síðan er þetta forrit í gangi og indexar alla tónlistina mína. Síðan fer ég á vefsíðu Winamp remote, logga mig inn og í gegnum það viðmót hef ég aðgang að tónlistinni á tölvunni minni.
Ég s.s. setti upp Winamp remote á serverinn minn og ætlaði að tengjast þessu safni mínu úr vinnunni. Remotaði mig inn á serverinn minn og fylgdist með örgjörvanum og nettraffík í gegnum task manager.
Það er skemmst frá því að segja að örgjörvinn fór í botn, og hélst í botni, og ekki náði ég neinu sambandi af viti. Þetta s.s. virkaði ekki. Ekki nema von að þetta sé beta.