10.12.2009 | 08:07
Af braski og öðrum viðskiptum
Mér finnst alveg magnað hvað venjuleg viðskipti athafnamanna og frumkvöðla þurfa að verða allt í einu "brask" eða eitthvað annað álíka neikvætt hlaðið hugtak um leið og DV kemst með pennann í fréttina. Er það kannski vegna þess að þarna er formaður Sjálfstæðisflokksins til umfjöllunar? Hmmmm...
DV veldur aldrei vonbrigðum því maður hefur engar væntingar til þess blaðs. Aftur á móti mætti mogginn vanda sig aðeins meira.
Kveðst ekki hafa braskað neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2009 | 12:12
Sannleikurinn gjörir yður frjálsan, ekki statistik
Úlfar Kristinsson heitinn, stærðfræðikennari minn í Versló, stigbeygði (já, stigbeygði) einu sinni fyrir okkur nafnorðið "Lygi"; Lygi, haugalygi, statistik. Sem sagt, ef þú vilt virkilega ljúga, notaðu tölfræði.
Reyndar komst ég svo að því í HR í tölvunarfræðinni þar, þegar ég lærði loks tölfræði og líkindareikninga, að þetta væri nú ekki svona einfalt. EN, og þetta er stórt en, það er hægt að skekkja "sannleikann" með því að hagræða þeim stökum sem eru í sannleiksmenginu. Nú, eða skekkja þá útreikninga sem eru til grundvallar lokaniðurstöðu. Sem er það sem þessir blessaðir vísindamenn virðast hafa gert. Auðvitað. Því af hverju lifa þeir? Jú, að rannsaka hlýnunina af mannavöldum. Það væri náttúrulega hræðilegt fyrir atvinnuöryggi þeirra ef sú hlýnun reyndist ekki eiga neina inneign í raunveruleikanum.
Já, þá er best að best að bæta við haugalygina og fara út í statistik.
Pachauri gagnrýnir tölvuþrjóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 10:05
Ekki öfunda ég Steingrím
Jóhanna og Steingrímur J. fengu það "skemmtilega" verkefni að moka út flórin eftir hrunið, orsakað af mörgum þáttum og aðilum. Ég er viss um það að hann veit vel hvaða afleiðingar þetta hefur. Og held að hann sé drifinn af því hvaða afleiðingar það hefur að gera ekkert.
Gallinn sem ég þó stari á er aðgerðaleysi þeirra tveggja, og þeirra meðreiðasveina, í þeim lausnum sem búið er að benda á. T.d. skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóðina tímabundið. Slíkt myndi leysa margan vandan.
Heyrði þó Árna Þór ræða það mál á Rás2 í gær. Og mikið afskaplega virðast rökin þunn geng því þarfa máli, á móti sterkum rökum með. T.d. sagði Árni að þau hefðu hafnað þeirri leið eftir ítarlegar samræður við hagsmunaaðila. Já, þau ræddu við lífeyrissjóðina, þeir höfnuðu og þau höfnuðu í kjölfarið.
Ætli VG hafi rætt orkuskattana svona við Alcan? "Eh, hei, Alcan, eruð þið til í orkuskatt?". "Nei". "Ok, sleppum því þá".
Nýtt gjald á heitt vatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2009 | 12:45
Fool me once, shame on you. Fool me twice, shame on me.
Sorrí, ómarktæk hreyfing. Ég kaus hana síðast, því lítið gáfulegt var í boði annars. Ég lét blekkjast af fagurgala eiginhagsmunaseggja.
Borgarahreyfingin setur skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2009 | 13:59
Kynlíf með atrennu
Palli ætlar að hlaupa í skarðið fyrir Helga Björns. Sem er gott, kynlíf með atrennu er að ryðja sér til rúms hérlendis.
Megi Palli njóta þess vel.
Tónlist: Páll Rósinkranz hleypur í skarðið fyrir Helga Björns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 21:33
...og hefst þá fjármagnsflóttinn.
Það er eitt á hreinu: Fjármagnsflótti hefst úr landi nú sem aldrei fyrr. Þannig er það nú bara. Þetta stendur á bls. 50 í kennslubókinni.
Heldur Steingrímur og sérlegur böðull hans, Indriði, virkilega að þeir komi þessu í gagnið án þess að fólk fari að koma fé og eignum undan eigin kennitölu og í felur? Þetta eru einhverjar þær vitlausustu hugmyndir sem hægt er að hugsa sér.
Annars eru þessar hugmyndir alveg í takt við mýtuna, sem sósíalistar eru enn að stimpla inn sem staðreynd, ekki mýtu.
Skattur á stóreignafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.11.2009 | 15:26
Aha, leynivopnið komið?
Nú þverskallaðist Skipulagsstofnun um að setja línuna til Helguvíkur í sameiginlegt umhverfismat. Verður þessi endurskoðun til þess að umhverfisráðherra geti múlbundið Skipulagsstofnun, og þá líklega sveitarfélögin með, til að fara að sínum vilja í einu og öllu? Því Svandís hefur einmitt sagt í viðtölum að hún vilji að vægi sveitarfélaga í skipulagsmálum, og þá líklega iðnaðaruppbyggingu, verði minnkað og vægi ráðherra aukið.
Miðstýring að hætti VG. Þau eru svooooo rooooosalega lýðræðisleg og æði. Nema þegar það hentar ekki.
Lög um náttúruvernd endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2009 | 08:12
Á þessu hef ég megnan viðbjóð
Sú afstaða Skattmann, og hans yfirboðara, fjármálaráðherra, að fé annarra sé fé skattmanns er sú afstaða sem veldur því að ég fæ velgju þegar ég hugsa um Skattmann. Hann er ekkert annað en ótýndur þjófur ef hann hagar sér eins og minnst er á í fréttinni.
Fréttist af fólki sem á eignir. Eignir sem eru komnar til með tekjum og ávöxtun þeirra tekna. Skattar og skyldur hafa verið borgaðar af öllum slíkum eignum og tekjum, ef ekki er um svart fé að ræða.
Og á nú að setja enn meiri álögur þar á? Þjófur er bara þjófur. Og það er það sem Skattmann, með sinn skjaldborgarsvein, Indriða, sér við hlið er núna að stunda, þjófnað. Sér fé sem hann ásælist og nær í það með því að beita fyrir sig lögum og reglum ríkisins. Þeir eru ekkert betri en útrásarvíkingarnir.
P.S. Þetta kalla VG auðvitað "réttlæti". Stórfyndið.
Nýir skattar inni í myndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2009 | 12:26
Það sem ekki var talið upp: fjölga störfum
Já, það er að gerast sem ég var að vona að myndi EKKI gerast, að mýtan um vinstri menn og ríkisstjórnir fengist staðfest eina ferðina enn.
Að vinstri stjórnir geti ekki gert neitt, né kunni neitt, annað til að auka tekjur ríkisins en að hækka skatta. Sem sagt, taka stærri sneið af kökunni.
Hvað ef kakan sjálf er stækkuð? Og sneiðin er hlutfallslega jafn stór? Er það þá ekki stærri sneið? Jú. Er það þá málið að drepa á dreif verkefnum sem skapa þúsundir starfa? Uppbyggingu iðnaðar í landinu? Gera það sem Þórunn Sveinbjarnar gerði með einni ákvörðun, fresta álveri á Húsavík um tvö ár? Eða það sem Svandís Svavars reyndi að gera og er ekki útséð með, með lagningu línunnar til Helguvíkur? Nú, eða setja á himinháa orkuskatta til að fæla enn meira frá fjárfesta í orkufrekum iðnaði (já, það eru fleiri en álver í þeim hópi)? Er það málið?
En það sem gert er aftur á móti er að festa í sessi þá mýtu um orð Churchills; Að synd kapítalismans sé ójöfn skipting gæða en synd sósíalismans sé jöfn dreifing á ömurleika. Þá mýtu var ég líka að vona að yrði ekki undiralda þessarar vinstri stjórnar, að hún myndi hugsa í lausnum en ekki einhverju feel-good kjaftæði sem engu skilar öðru en að allir séu jafnir í skítnum, en því miður, þau ætla greinilega að fara þá leið. Þrepaskipting í sköttum, halda fyrirtækjum áfram í járnum svo laun geti varla hækkað, setja óbeina skatta út um allt.
Þetta er erfitt verkefni sem þau fá í gjöf frá Sjálfstæðismönnum og Framsókn/Samfylkingu, en það þarf ekki að vera svona, ef menn og konur vilja vera praktískir í stað "réttsýnir". Þú fæðir ekki né klæðir fjölskylduna með réttlætinu (sem reyndar er huglægt mat hvers og eins).
Eina færa leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2009 | 16:04
Þögn frá femínistum
Femínistar skilgreina sig sem jafnréttissinna. Það virðist þó vera normið hjá þeim að þegja þunnu hljóði er þessi mál ber á góma. Jafnvel segja að ekkert verði gert, jafnvel kalla félagið um Foreldrajafnrétti "fótboltaklúbb" sem hafi ekkert að gera í t.d. jafnréttisráð.
Af einhverjum sökum hefur það verið dagsljóst fyrir mér og fleirum að femínistar eru það fólk sem hefur haft mikið um þessi mál að segja en ákveða að gera ekki neitt heldur berjast hart fyrir auknum réttindum kvenna.
Það er ekki jafnrétti. Nei, það er kvennremba. Ef karlmenn höguðu umræðu sinni um sjálfan sig sem femínistar gera, þá væri það skýlaus karlremba. Go figure.
Ég vona svo sannarlega að Jóhanna Sigurðardóttir fari nú að skakklappast til að koma þessum málum í betra horf. Hún skipaði nefnd hér um árið til að vinna í þessu sem merkilega lítið hefur heyrst í.
Benda á rétt barna til feðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |