30.9.2009 | 13:30
Hver var lögmaður þeirra?
Þessi frétt ber það með sér að lögmenn þessara banka hafi ekki verið að vanda sig. Þetta er nú þannig mál að maður vinnur heimavinnuna sína. Sérstaklega þegar sú vinna er eflaust seld dýrum dómum.
Vá hvað þetta lyktar af klaufaskap og kæruleysi af hálfu lögmanna kröfuhafa.
![]() |
Kröfum á hendur Seðlabanka vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2009 | 13:09
Heill maður er hann Ögmundur
Já, þessi tíðindi eru merkileg. Þarna er ráðherra að segja af sér, ekki vegna þess að hann hafi gert eitthvað af sér heldur vegna þess að hann sér fram á að ganga þvert á eigin sannfæringu í starfi eða fella stjórnina ellega. Og hann víkur þá.
Hann veit vel að enginn er ómissandi og víkur því. Mér finnst þetta stórmerkileg tíðindi og miðað við þann karakter sem Ögmundur er að sýna af sér, karakter sem ber einkenni heilinda og heiðarleika, þá er mikil eftirsjá í honum úr ríkisstjórn og ráðuneytinu.
Maður er hálf orðlaus af hrifningu, samt pínu sorgmæddur. I feel conflicted over this. :S
Svo mælir gallharður Sjalli. Nú þarf Jóhanna bara að finna einhvern lægsta samnefnara úr Samfó eða VG sem spilar með í Icesave. Veðja krónu að arftaki Ögmundar verði leiðitamur Samfó þingmaður.
Já, og Katrín Jakobs réð Tinnu sem Þjóðleikhússtjóra. Gott hjá henni, allir aðrir leikir í stöðunni hefðu lyktað af pólitískum elítustælum sem Sjallar, Samfó og Frammarar hafa stundað svo grimmt í gegnum tíðina. Gott hjá henni að falla ekki í þá gryfju.
![]() |
Ögmundur segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009 | 22:55
Eitthvað annað?
Þessi frétt ber með sér að "eitthvað annað" sé í bígerð. Ég er forvitinn.
Þessi snúningur er að undirlagi VG, það er á hreinu. Samfó var með "fagra Ísland" en það var vitað að þar var ekki einhugur um stefnuna þá. VG hefur lengi verið á móti álverum og sagst vilja "eitthvað annað" þó þetta "annað" hafi hingað til ekki verið nefnt svo raunhæft sé.
Nú verður áhugavert að sjá hvað "þetta annað" er. Því ef það er ekkert annað sem á að rísa fyrir norðan og nýta orkuna þar, þá lýsi ég endanlega frati á VG sem ábyrgðarlausum tuðurum sem gera það eitt að vera á móti. Tek þó enn fram að ég held að nú búi eitthvað undir. Það er "eitthvað annað" í bígerð.
![]() |
Viljayfirlýsing ekki framlengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 10:50
Þetta er bara fyndið
Eru þetta ekki sömu stjórnvöld sem hafa verið með lausnir "á leiðinni" allt árið? Lausnir á vandamálum sem eru vel greind og haugur af fólki hefur lagt til hugmyndir? Og lítið sem ekkert er komið á borðið ennþá? Frekar "gagnleikir" eins og að slá af borðinu borðleggjandi atvinnuskapandi liði eins og virkjanir og stóriðju?
Er þetta ekki sama fólkið og er búið að vera að lofa "skjaldborg til varnar heimilunum" síðan í október í fyrra? Skjaldborg sem hefur einungis komið fram sem vopn til að berja á heimilum og fyrirtækjum landsins?
Er þetta ekki sama fólkið og er svo hugmyndasnautt að eina leiðin til að auka tekjur ríkisins sem það getur komið með er skattahækkanir á skattahækkanir ofan? Þegar það er vitað mál, borðleggjandi, að besta lausnin til að auka tekjur ríkisins er að skapa störf í massavís? Laða að atvinnuskapandi stóriðju?
Þessi framtíðarsýn "20/20" er ekki í höndum trúverðugra aðila. Boðberarnir eru búnir að sýna það hingað til að hugmyndir þeirra eru ekki frumlegar né framsýnar. Bara þvaður og blaður.
Kannski er það þess vegna sem Dagur B. leiðir þetta. Íslandsmeistarinn í flokki stjórnmálamanna í að tala og tala og tala (strýkur liðað hárið inn á milli) án þess að segja nokkuð í raun.
![]() |
Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.9.2009 | 08:42
Fer maður þá ekki bara í fulla áskrift?
Er búinn að vera í helgaráskrift núna í doldinn tíma, og fíla vel. Mogginn er frábært dagblað. Miklu betra en Fréttablaðið, þó það sé einnig ágætt sem slíkt.
Nú kemur Dabbi inn sem ritstjóri. Eins og ég þoldi hann ekki sem Seðlabankastjóra, þá hafði ég ávalt mikið álit á honum sem stjórnmálamanni. Og rithöfundi. Og sem ritstjóri Moggans á hann eflaust eftir að brillera.
Sem seðlabankastjóri gerði hann nokkur mistök. Afdrífarík mistök. En sum voru ekki hans. T.d. er þessi fáránlega vaxtastefna Seðlabankans ekki hans barn, heldur afkvæmi m.a. núverandi Seðlabankastjóra. Og stefna Seðlabankans almennt er einn helsti áhrifaþáttur í hruni krónunnar. En Dabbi fór úr Seðlabankanum (ég var m.a. meðal mótmælenda þar). Og er núna að fara í það þar sem hæfileikar hans munu njóta sín, sem og tengsl. Hann er innvinklaður út um allt og mun lemja núna á Hrappi Vestmann (Jón Ásgeir) sem á hitt stóra blaðið og hina sjónvarpsstöðina. Hrappur Vestmann er einn helstu áhrifamanna í þessu hruni okkar. Munum það.
Ekki er ég að sjá Þóru og alla hina "góðu" "blaðamennina" okkar missa vatn yfir þeim eignatengslum.
![]() |
Davíð og Haraldur ritstjórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 09:47
Greiningadeild lögreglunnar
Þessi staða var mér fyrir löngu ljós. Vissi af þessu fyrir löngu síðan. Og þess vegna fannst mér sú harkalega gagnrýni sem Björn Bjarnason fékk þegar hann stofnaði greiningadeild, mjög ómakleg. Þeir sem hann gagnrýndu töldu um einhverja "njósnastarfssemi" vera á ferðinni. En svo er ekki, greiningardeildin var stofnuð einmitt til að berjast gegn glæpahópum og skipulagðri glæpastarfssemi.
Nú er ljósara en nokkru sinni áður hversu mikilvæg sú vinna er, að greina þessa hópa, tengsl milli þeirra og annarra erlendis, og stöðva þessa hópa.
Nota bene, við erum ekki að tala um pólska hópa. Nei, hópar af Rússum og Litháum hafa komið hingað til lands fyrir löngu síðan, í boði íslenskra "samstarfsaðila".
![]() |
Margir glæpahópar hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2009 | 14:25
Hjúkkkkit
Gott að þetta var skilorðsbundið. Þeir þurfa þá að passa sig í tvö ár og keppa heiðarlega. Gott að þetta mál er búið. Og það er algerlega óafsakanlegt fyrir Briatore og co, já og Piquet líka, að hafa gert þetta.
En ég vorkenni svosum Briatore ekkert, hann hefur hnoðað barn í Heidi Klum. Slíkum mönnum þarf ekkert að vorkenna, þeir eru með þetta allt á hreinu.
![]() |
Skilorðsbundið keppnisbann Renault |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 17:13
Tortola segir ekkert
Það að hafa setið í stjórn einhvers félags segir ekkert. Þetta er farið að verða eins og rasismi, ef Tortola er minnst á nafn fara allir á afturlappirnar og öskra blótsyrði, algerlega án þess að skoða hvað var á bak við.
Kúlulán er annað. "Kúlulán" er bara lán með eina massíva afborgun á enda lánstíma, og stundum líka með mjög hagstæða vexti? Kúlulán eru/voru/verða mjög algeng í vissum tilfellum. En nú er þetta orðið að blótsyrði, aðallega hjá fólki sem hefur bara verið með venjuleg lán hingað til.
Nú fer mikið fyrir pólskum gengjum í afbrotum á Íslandi. Eigum við að tala um Pólverja eins og sumir tala um eyju í karabíska hafinu eða ákveðna lánategund? Hmmmmm? Nei, það er rasismi, rasismi er sprottinn af fordómum og fáfræði. Skoðum málin betur, kíkjum undir húddið.
Gylfi Arnbjörnsson hefur staðið sig mjög vel í starfi sínu hingað til. Þetta Tortola dæmi segir ekkert. Aftur á móti ef félagið hefur verið að makka sig við eitthvað vafasamt, þá skulum við tala saman. En þangað til ætla ég að leyfa Gylfa að njóta vafans, enda hefur hann unnið af heilindum hingað til.
![]() |
Trúverðugleiki og heilindi að leiðarljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 17:05
Ég er orðinn Sjalli á ný
Ég hef alltaf kosið Sjalla. Er í flokknum og er frjálslyndur frjálshyggjumaður (ekki ný-). Eftir hrunið í fyrrahaust og eftir að hafa horft á Sjalla/Samfó sitja sem fastast án afsagna né afsakanna, hætti ég að styðja Sjalla. "Right or wrong, my country" er ekki að finna á mínum mottóalista. Kom þá ekki Borgarahreyfingin fram á sjónarsviðið og ég studdi hana frá degi 1. Þekki pínu til frv. formanns og allt þetta fólk ljómaði af heilindum og hugsjón, talaði í lausnum og var réttsýnt og traustvekjandi. Kaus það svo í kosningunum, að sjálfsögðu. Setti m.a. x við Þráinn Bertels.
Fúlegg kom í ljós fljótlega eftir að þau byrjuðu að starfa. Ósátt, sundurlyndi og ósamræmi fór að vera skítkast og rifrildi í fjölmiðlum, yfir í klofning frá þingflokknum, yfir í að fólk flúði úr stjórn, yfir í að lög Borgarahreyfingunnar voru sett á aðalfundi sem gerðu hreyfinguna að raunverulega miðstýrðum flokki með flokksræði (ekki það sem að þetta gekk út á í byrjun), og allt þetta hefur nú gert það að BorgaraFLOKKURINN er orðinn þingmannalaus.
Fyrirgefið, þetta fólk er ekki hæft til að reka sjoppu, hvað þá starfa á þingi og sinna landsmálum.
"Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér". Þessi orð eru sönn og sígild. Og greinilega gleymd í röðum BorgaraFLOKKSINS. Og ég er löngu búinn að missa trúnna um að þetta verði nokkuð gáfulegt.
Er því orðinn Sjalli aftur. Með fyrirvara um að þeir starfi af heilindum. Allt hitt er eflaust fínt fólk, en ég á bara ekki hugmyndafræðilega samleið með. Þannig er nú bara það.
![]() |
Vilja Þráin aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2009 | 14:43
Þetta var svo augljóst brot...
![]() |
Adebayor í þriggja leikja bann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |