10.8.2011 | 12:22
Varhugarvert
Fyrir nokkrum árum var ég með barn hjá dagmóður. Borgaryfirvöld ákváðu að hækka framlög til dagmæðra til að jafna muninn milli greiðslu til dagmæðra annars vegar og leikskóla hins vegar, fyrir hvert barn. Engar skuldbindingar fyrir dagmæður, um að láta foreldra njóta þessarar greiðslu, fylgdi með hækkuninni.
Öll greiðslan fór í vasa dagmóðurinnar, ég fékk ekki krónu í lægri mánaðargjöldum. Ekki krónu. Ég var langt því frá sá eini, fleiri kvartanir heyrðust í almennri umræðu.
Ég skil vel vanda Berglindar og ég vona svo sannarlega að þetta leysist hjá henni en það er kannski umhugsunarefni hvort að þessi nálgun muni skila sér í sparnaði hjá henni.
![]() |
Gagnrýnir mismun á greiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |