30.4.2008 | 10:29
Tækifæri í vandamáli
Ég sé þarna gullið tækifæri til að bjóða einkaaðilum í samstarf um þessar skurðaðgerðir. Það eru unnar tugir ef ekki hundruðir minni háttar skurðaðgerðir af einkaaðilum út um allan bæ á hverjum degi. Fór sjálfur í eina slíka í janúar. Af hverju ekki líka á Landspítalanum? Það er ekki eðlismunur á þessu, bara stigsmunur.
Spítalinn leigir, eða skaffar, húsnæðið, einkaaðilar taka að sér verkin skv. pöntun spítalans og sjá um launagreiðslur t.d. til sín og sinna starfsmanna, þar á meðal skurðlæknahjúkrunarfræðinga. Spítalinn borgar verkið eins og áður en fólkið sem vinnur verkin er ekki á launaskrá spítalans heldur hjá einkafyrirtæki.
Í þessum erfileikum er tækifæri! Og að halda að hjúkkurnar stöðvi landspítalann er bara út í hött. Það er til lausn á öllu.
![]() |
Geislafræðingar hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 16:39
Drengurinn heitir Logi Sigurjónsson
Yngsti sonur okkar Elsu, nú mánaðargamall, var skýrður 24. apríl og var honum gefið nafnið Logi. Þetta var erfitt ferli, að finna gott, sterkt og fallegt nafn á drenginn en eftir miklar vangaveltur og mörgþúsund gráðu viðsnúninga og fjölda ítranna og endurskoðunnar var Logi nafnið sem okkur þótti bera af.
Við fórum síðan í sumarbústað fjölskyldunnar á Laugarvatni og áttum þar náðuga helgi í ágætis veðri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 15:27
Sjóræningarnir eiga ekki von á góðu ef GIGN fer inn
Úff, ég vona að það komist friðsamleg lausn á þetta mál. Eitt veit ég um þetta. Ef GIGN fer í hart þá verða sjóræningjarnir ekki í góðum málum. Mér er sama hversu vel búnir þeir eru, sjóræningjarnir, þeir eiga ekki minnstu smugu, ekki roð, ekki séns, á að geta nokkuð á móti GIGN. GIGN hefur þegar sannað getu sína í gíslatökumálum, frelsuðu gísla á Marseille flugvelli út úr flugvél og úr höndum flugræningja, án mannfalls á meðal farþega. Þetta eru hörkugaurar.
![]() |
Frakkar hvattir til að ráðast á sjóræningja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |