Það er endalaust gaman af þessu þvaðri um jafnrétti til náms. Eins og efnahagsjafnrétti sé það eina sem gildi.
Hvað varð um "gáfulegt" jafnrétti? Félagslegt jafnrétti? Heilsusamlegt jafnrétti (ef svo má að orði komast)?
Það eru ekki allir jafn gáfaðir, því gáfaðari sem maður er, því auðveldara er námið og betra. Það hafa heldur ekki allir jafn félagslega sterka stöðu. Því sterkari, því meira aðhald og félagslegt öryggi hefur námsmaðurinn. Það eru heldur ekki allir jafn heilsuhraustir á geði. Fólk með geðsjúkdóma á erfiðara með háskólanám.
Námsmenn hafa lítið rifið sig niður í rassgat yfir þessum þáttum "jafnrétti til náms". Sýnir að jafnrétti er selective, valkvætt, í huga sumra. Sérstaklega þegar það snýr að hinu loðna hugtaki "ríkið, hið opinbera", þá er eins og allt sé leyfilegt að segja og ætlast til.
Jafnrétti til náms verður ALDREI náð. Því fyrr sem fólk sættir sig við það, því betra.
![]() |
Háskólanám að verða forréttindi hinna efnameiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2010 | 23:14
Samningar lausir í haust
Á sama tíma og stjórnvöld draga lappirnar við að skapa störf, og bregða fæti fyrir þá sem eru að reyna að gera eitthvað (t.d. stóriðja), þá er sá tími að nálgast að samningar losna. Í haust. Og atvinnulífið er engan veginn tilbúið að taka enn einn skellinn í launahækkunum, í viðbót við allar skattahækkarnirnar, álögurnar og hækkun tryggingagjalda.
Þessi ríkisstjórn er að reynast jafn mikill amlóði og sú fyrri var með Geir og ISG í fararbroddi.
Þessi slagur við flugvirkja er bara forsmekkurinn af því sem koma skal. Og getuleysi og hálfvitaháttur ráðherra á borð við Svandísi Svavars mun koma í bakið á öllum, sérstaklega launþegum og atvinnulausum.
![]() |
Flugvirkjar felldu samninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |