18.2.2008 | 17:44
Hverjum kemur það á óvart að kennarar séu á móti?
Ef verið er að koma með nýjungar í kennsluháttum, þ.e. stjórnvöld og sveitarfélög (þúst, fólkið sem rekur skólanna), þá er það vaninn að KÍ (stéttafélagið), eða undirsambönd undir þeirri regnhlíf (samtök starfsmanna skólanna), koma með yfirlýsingu þar sem slíku sé mótmælt, eða varað eindregið við.
Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að reyna að útskrifa fólk úr framhaldsskólum fyrr en nú er gert og þannig reyna að ná í hælana á nágrannalöndum okkar. En það er sama hvað gert er, alltaf eru kennarar á móti. Þeir voru á móti því að stytta framhaldsskólann um eitt ár, enda var sú tilraun skítamix sem árangur þess að finna lægsta samnefnara í verkefni í samstarfi við KÍ.
En nú er verið að prófa að byrja námið fyrr, kenna innsetningu stafa fyrr, flýta stúdentsprófinu hinum megin frá. Og þetta er allt hægt, þetta er búið að vera gert í Ísaksskóla um áratuga skeið, foreldrar kenna börnum sínum að lesa áður en grunnskólinn hefst. Ég var sjálfur vel læs þegar ég fór í sex ára bekk á sínum tíma. Þetta er ekkert nýtt. En enn eina ferðina eru kennarar á móti.
Ég verð að gjöra svo vel núna og fara heim og segja fimm ára dóttur minni, sem er að nálgast það að vera fluglæs, að hún verði að hætta þessari vitleysu, að ná forskoti á námið og lífið, og fara að leika sér. Kennarar nefnilega vilja það!
Það væri gaman af því ef önnur stéttarfélög hegðuðu sér svona. Ef t.d. SÍB (nú SSF) myndu mótmæla í gríð og erg vinnu Seðlabankans. Eða koma með álit sitt á starfsemi bankanna, hvernig áhættugreining er unnin o.s.frv. Hvað ætli bankastjórarnir myndu segja þá? Ef eitthvað!
![]() |
Leikskólakennarar andvígir 5 ára bekkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.2.2008 | 18:01
Auðvitað er þetta innan valdheimildar stjórnar. Bísness as júsúal
Hæstiréttur og héraðsdómur hefur nýlega skorið úr um, ekki einu sinni heldur tvisvar, að svona baktjaldarmakk þar sem almennir hluthafar eru attaníossaðir af stórum hluthöfum, er bara "Bisness as jusual". Bæði í Baugsmálinu og líka í ÍAV málinu.
Stjórnarmenn og stórir hluthafar mega plotta og hafa af félagi peninga bak við tjöldin eins og þeim sýnist. Þetta er bara á kristaltæru.
Og mér finnst það ömurlegt.
![]() |
Segir kaup á hlutabréfum innan valdheimildar stjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2008 | 15:39
"enda reki borgin á reiðanum"? Bíddu nú aðeins hæg, frænka!
Þegar eitthvað er rekið á reiðanum þá þýðir það að hlutirnir séu reknir án framtíðarsýnar, án heildarmyndar. En það var einmitt vegna þessa sem Ólafur var svo óánægður í síðasta samstarfi! Borgin var rekin á reiðanum með ykkur, frænka! Hvar var málefnasamningurinn? Hvar var framtíðarstefnan sem þið gátuð sætt ykkur við? Hvar var samkomulagið í málefnunum? Hvergi!
Rekin á reiðanum? Ja hérna hér.
Það nefnilega komu í það minnsta tvær fréttir í fjölmiðlum um að Frjálslyndir óskuðu eftir málefnasamningi og aldrei kom neitt frá ykkur. Í núverandi málefnasamningi eru um 12 atriði sem allir geta skrifað undir, af hverju komuð þið ekki með þann lista til að byrja með, í það minnsta? Það hefði ekki verið erfitt en var ykkur samt um of.
En líklega væri frekar nærri lagi að segja að þið í minnihlutanum viljið láta reka borgina áfram á reiðanum og því séuð þið tilbúin að taka við.
Þú ert miklu betri en svo, frænka, að þú getir sagt eitthvað svona rugl út í loftið og verið stolt af. Gerðu betur næst, því þér tókst svo vel til í að stoppa REI ruglið. Halda áfram á slíkri braut, en ekki í svona ósannindabraut sem þetta skot með "reka á reiðanum" augljóslega var.
![]() |
Svandís: borgin á betra skilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |