Vantar eitt typpi í æðsta embætti

VG var að lögfesta jafnt hlutfall karla og kvenna í ráð, nefndir og æðstu stöður innan þeirra raða. Vantar þá ekki eitt typpi í æðsta embætti? Steingrímur er karlmaður en varaformaður, gjaldkeri og ritari eru konur.

Eða virkar jafnréttið hjá þeim bara í aðra áttina? Kynjakvótar og svoleiðis, er það bara fyrir konurnar? 


mbl.is Steingrímur endurkjörinn formaður og Katrín varaformaður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnús er ekki með bílpróf

Já, þetta var merkilegt og skemmtilegur punktur hjá Magnúsi. Hverjir aðrir hjá VG eru ekki með bílpróf heldur eins og Magnús? Hann er hjólamaður mikill og hefur hjólað um allt land.

Um Magnús má lesa hér


mbl.is Einn á hjóli hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón, séra Jón og $Jón

Jæja, þá er það komið á hreint. Dómari er búinn að komast að niðurstöðu í málinu, nú loksins þegar þetta helv. mál kemst í efnislega meðferð eftir góðar hártoganir á öllum smáatriðum sem fundist hafa hingað til.

Mér er alveg skítsama hvaða álit dómarinn hefur á málatilbúnaðinum. Hann á að sjá til þess að saksóknari geti rekið málið sem og hann á að gæta þess að ákærðu fái rúm til að verjast vel.

Það á greinilega ekki að gefa saksóknara neitt svigrúm núna. Nú verður gaman að sjá hvort að verjendur verði stoppaðir af líka ef þeir draga hluti á langinn.

Svo segja menn að það sé ekki komið tvöfalt dómskerfi hér á landi? Ætli Lalli Johns hefði fengið svona vernd frá dómara fyrir spurningum saksóknara?

En ég sé að það er að rofa til, veðrið er að skána. Dómarinn hlýtur að hafa verið of seinn í golf. Best að stoppa saksóknara í miðri spurningu, eins kurteist og það er, og drífa sig út á völl á meðan bjart er.


mbl.is Dómari stöðvaði skýrslutöku saksóknara í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að hóta nemendum og foreldrum?

Ífréttinni segir "Í áskoruninni segi að heiður kennara sé að veði og framtíð skólastarfs sé í verulegri hættu
"
. Er þetta ekki dulin hótun? Þetta er oft sagt í kennaraverkföllum og mér þykir þetta vera hrein og bein hótun gagnvart nemendum og foreldrum þeirra.

 Erum við að horfa á aðdraganda enn eins kennaraverkfallsins?


mbl.is Þögul mótmælastaða kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áreiðanleiki Fréttablaðsins í skoðannakönnunum

Margir kverúlantar fara nú af stað og fabúlera um fall Sjálfstæðisflokksins eða endurkomu Samfylkingarinnar í kjölfar þessarar könnunar Fréttablaðsins.

 Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Sá er hversu fáir tóku afstöðu, rétt rúmlega helmingur af 800 manna úrtaki eða  54,8%.

Áður en fólk fer að fullyrða um endurkomu Samfylkingarinnar, fall Sjálfstæðisflokksins, andlát Framsóknar eða hvaðeina, ætti það að bíða staðfestingar í þjóðarpúlsi Gallup. Þeir hafa reynst lang stöðugastir og áreiðanlegastir í könnum, mun betri en Fréttablaðið. 


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að launa lífsbjörgina

Já, það er ekki af þeim skafið í Sea Shepard, þeir finna alltaf nýja lægð í lágkúrunni. Eftir að hvalskipið tók þátt í að leita að týndum SS mönnum úti á ballarhafi, koma þeir aftur tvíefldir og henda smjörsýru í andlit þeirra sem, í stað þess að láta sig hverfa þegar Farley Mowat fór að leita að mönnunum, hjálpaði hatursmönnum sínum við að leita að villtum sauðum.

 Það sem situr eftir í manni eftir að lesa þetta er að hvalveiðimenn eru mun betri manneskjur en umhverfisverndarfólkið í Sea Shepard. Kaldhæðni örlaganna, ekki satt?


mbl.is Liðsmenn Sea Shepherd réðust á japanskt hvalveiðiskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um Breiðavík og Byrgið

Breiðarvíkumálið er núna mikið á döfinni. Ungir drengir sendir á einangrað sveitabýli til að þola andlegt og líkamlegt ofbeldi og kynferðislega misnotkun. Allt í umsjá og að frumkvæði ríkis og sveitarfélaga. Menn spyrja sig að því hvernig þetta gat gerst og hvað eigi að gera til að bæta úr þessu máli. Sumir segja fébætur, aðrir sjálfræðiaðstoð. Kröfur um afsökunarbeiðni hafa heyrst einnig. Það eru allt góðar og gildar kröfur.

Birgismálið er einnig á döfinni. Mikið rætt um það líka. Brotnar sálir leyta á náðir Sáluhjálpara sem reynist ekki svo heilagur. Misnotkun trausts, BDSM, starfsmenn sem barna skjólstæðinga, misnotkun á almannafé og listinn er langur. Aðalmaður þessa máls, Guðmundur Jónsson hefur nú verið kærður margsinnis fyrir þetta og meira er á leiðinni.

Fyrra málið gerðist á árunum 1964-1970, seinna málið gerist á samtíma okkar. 40 ár á milli. Það er þó einn samnefnari í þessum málum: Það vantaði töluvert uppá eftirlit með starfsemi þessara stofnanna og þegar eitthvað gruggugt kom upp á yfirborðið, þá var því stungið undir stól, málið þaggað niður, ekkert gert í viðvörunum eða þær stimplaðar "trúnaðarmál". Af þeim sem báru ábyrgð á þessu máli. Glæsilegt, ekki satt?

Nú spyr ég, hvað á að gera í Breiðarvíkurmálinu? Aðstoð fyrir þolendur, algerlega. En það á ekki að stöðva þar. Mistök eru til að læra af þeim, ekki satt? Það má því draga þá ályktun að ekki hafi neinn lært neitt af Breiðarvíkurmálinu, og öðrum svipuðum málum á undan því, fyrst að Byrgið var rekið eins og Breiðarvík. Án eftirlits og óþægilegum orðrómum og skýrslum stungið undir stól, þögn.

Og ef þetta er mynstrið í meðferð okkar minnsta og veikasta bróður, og menn læra ekki neitt af því þegar mynstrið brotnar með hvelli, þá á þetta eftir að gerast aftur og aftur.

Sem sagt, við eigum eftir að vera að slökkva elda í stað þess að vera með það góða brunavörn að engir eldar kvikkna.

Höfum við efni á því? Hefur okkar minnsti og veikasti bróðir efni á því? Viljum við horfa á svona mál eftir 10 ár aftur? Og aftur spyrja okkur "Hvernig gat þetta gerst"? Og aftur tala um hvernig á að bæta þolendum þjáningarnar? Eftir að þau hafa dottið í brunnin? Hvernig væri því að staldra núna við og koma því þannig fyrir að brunnurinn sé birgður svo okkar minnsti bróðir falli ekki þar ofaní.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband