...svona eins og í Víetnam? Og Sovét í Afganistan?

"Hann tekur hins vegar fram að NATO geti ekki verið í Afganistan um aldur og ævi. „En við munum vera þarna þar til við ljúkum verkinu,“ segir hann."

Það var einmitt það, já. Eins lengi og þörf krefur. Þetta er carte blanc, óútfyllt ávísun, á hernað í landi þar sem nokkrar þjóðir hafa reynt að beygja almenning undir sig en EKKERT áunnist. Frakkar, Bretar, Sovétmenn og nú NATO. 

Sagan er til þess að læra af henni. Það sem við áttum að læra, og NATO einnig, var að fara inn til að ná í Osaman Bin Laden og hans forkólfa. Búið. Það klúðraðist, mega klúður sem skrifast algerlega á US Army, þeir eru hvergi nærri því að ná karli og eiga þá bara að fara og leyfa Afgönum að lifa í friði. Eða í eigin ófriði.

Annars er þessi tilvitnun í framkvæmdastóra NATO mjög á þeim nótunum að NATO sé komið til að vera í Afganistan, afgönum og heimsfriði til óleiks. 


mbl.is NATO vanmat aðstæður í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglega satt hjá Gylfa.

Hver reif sig niður í rassgat ár eftir ár vegna aftengingu persónuafsláttar við verðtryggingu?

Steingrímur J og co í VG.

Hverjir felldu niður verðtryggingu persónuafsláttar eftir að Sjallar loksins dröttuðust til að setja hann á og leiðrétta í fyrra? 

Steingrímur J og co í VG.

Hverjir drógu lappirnar í svokölluðum "stöðuleikasáttmála"? Var það vonda kapítalið í Samtökum Atvinnulífsins? Nei. Voru það reiðu "öreigarnir" í ASÍ? Nei. Var það ríkisstjórnin, leidd af VG og Samfylkingu, Jóhönnu og Steingrími?  Ójá.

Steingrímur þarf ekki að undrast orð Gylfa að öðru leiti en að þau séu ekki harðorðari og hafi ekki komið miklu fyrr.  Sannleikanum verður hver sárreiðastur.


mbl.is Undrast ummæli Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af braski og öðrum viðskiptum

Mér finnst alveg magnað hvað venjuleg viðskipti athafnamanna og frumkvöðla þurfa að verða allt í einu "brask" eða eitthvað annað álíka neikvætt hlaðið hugtak um leið og DV kemst með pennann í fréttina. Er það kannski vegna þess að þarna er formaður Sjálfstæðisflokksins til umfjöllunar? Hmmmm...

DV veldur aldrei vonbrigðum því maður hefur engar væntingar til þess blaðs. Aftur á móti mætti mogginn vanda sig aðeins meira. 


mbl.is Kveðst ekki hafa braskað neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn gjörir yður frjálsan, ekki statistik

Úlfar Kristinsson heitinn, stærðfræðikennari minn í Versló, stigbeygði (já, stigbeygði) einu sinni fyrir okkur nafnorðið "Lygi"; Lygi, haugalygi, statistik. Sem sagt, ef þú vilt virkilega ljúga, notaðu tölfræði.

Reyndar komst ég svo að því í HR í tölvunarfræðinni þar, þegar ég lærði loks tölfræði og líkindareikninga, að þetta væri nú ekki svona einfalt. EN, og þetta er stórt en, það er hægt að skekkja "sannleikann" með því að hagræða þeim stökum sem eru í sannleiksmenginu. Nú, eða skekkja þá útreikninga sem eru til grundvallar lokaniðurstöðu. Sem er það sem þessir blessaðir vísindamenn virðast hafa gert. Auðvitað. Því af hverju lifa þeir? Jú, að rannsaka hlýnunina af mannavöldum. Það væri náttúrulega hræðilegt fyrir atvinnuöryggi þeirra ef sú hlýnun reyndist ekki eiga neina inneign í raunveruleikanum.

Já, þá er best að best að bæta við haugalygina og fara út í statistik.


mbl.is Pachauri gagnrýnir tölvuþrjóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband