15.1.2010 | 19:15
Hvað með frumkvöðla? Raunverulegur mælikvarði frumkvæðis kynjanna.
Mér finnst frábært að konur hafa komið af heimilunum og sótt fram bæði í menntun, stjórnmálum og almennri atvinnustarfsemi, frá því sem var þegar ég var polli. Þessi þróun hefur orðið án beinnar íhlutunar eins og kynjakvóta, að mestu leiti.
Aftur á móti má það ekki gerast að konur fari að fá einhverja forgjöf í þessum þáttum. Slík nálgun mun alltaf fella stóran skugga á afrek þeirra, tilkall og verðleika.
Einnig er athyglisvert, fyrst minnst er á lögbundna jöfnun í stjórnun fyrirtækja (ekta snobb "framför"), að þegar horft er á þann hóp Íslendinga sem mynda kjarna fyrirtækjarekstursins, þ.e. frumkvöðla, kemur í ljós að konur eru í miklum minnihluta frumkvöðla *.
Nú, ef fólk sem af eigin hvötum skiptist svona, af hverju á þá að gefa þeim hópi, sem mun minni er, raunverulegt forskot án þess að hafa unnið til þess (ef maður fer í spor femínismans og persónugerir helming landsmanna)? Að mínu mati á endamark þessarar þróunar að fólk skipti með sér verkum jafnt, og ábyrgð, ekki vera skikkað til þess með lögum.
Maður breytir og leiðir með fordæmi, ekki lagaboði og forræðishyggju að hætti, að því virðist, VG og Samfylkingarinnar.
Ef konur þyrpast fram sem frumkvöðlar, þar sem fólkið mætir sem raunverulega vill axla ábyrgð fyrirtækjarekstursins, og ná helming þar, en stjórnir eru áfram mestu skipaðar körlum, þá má fara að ræða þessa nálgun Árna Páls of fleiri, ekki fyrr.
* Heimild: Skýrsla Frumkvöðlaseturs HR, Frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2007.
![]() |
Þörf á beinum aðgerðum í jafnréttismálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2010 | 18:51
Til hamingju, Aggi
Aggi, ef þú lest þetta þá óska ég ykkur innilega til hamingju með árangurinn.
Frábær velgengni og þú átt hana svo sannarlega skilið.
![]() |
Íslendingur fær Michelin stjörnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2010 | 12:30
Skilduáhorf Chris Martenson; The Crash Course
Þegar ég var í færðingarorlofið horfði ég á fyrirlestraröð sem heitir The Crash Couse eftir Chris Martenson.
Þar lýsir hann því með sterkum rökum og heimildum að töluverðar líkur séu á því sem einmitt er verið að fjalla um í þessari frétt. Og einnig um skuldakreppu og orkukreppu helstu hagkerfa.
Þegar ég hafði horft á fyrirlesturinn, nota bene sem dró saman upplýsingar sem ég hafði oft heyrt áður, á spennandi hátt sem ég hafði aldrei velt þannig séð fyrir mér, rann upp fyrir mér ljós að við Íslendingar, þrátt fyrir núverandi þrengingar, búum við öfundsverðar framtíðarmöguleika.
![]() |
Fjármálakreppa yfirvofandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 13:53
Verður þá vatn pólitískt bitbein framtíðarinnar?
Í dag er málum þannig háttað (mest megnis) að þeir sem eiga landið sem vatnið er á eiga nýtingaréttinn. Ríkið kemur þar hvergi nærri.
En hvað er verið að segja með þessum vangaveltum Jóhönnu? Verður þá ríkið orðið eigandi allra vatna hérlendis? Og fer að sýsla með vatnið eins og núverandi stjórn er að gera með kvótann? Hótar "eignaupptöku"? Má þá faðir minn, sem á fyrirtæki hverrar rekstrargrundvöllur er sjálfrennandi vatnslind sem hann hefur nýtingarréttinn að, eiga von á að ríkið geri slíkt upptækt? Eða setji á það skatta sem eru ekki í dag (því kallinn á þetta)?
Það er einnig annað við þetta sem er varhugarvert: Hver er ríkið? Er það við? Er ríkið með kennitölu?
Svo er það nú líka það að "ríkið" hefur nú ekki reynst vera besti eigandi auðlinda í sögunni.
Ég vill fá að heyra meira um þetta mál, á praktískum nótum, áður en múgsefjunin hefst. Persónukjör t.d. hljómaði vel þar til nokkrir praktískir aðilar fóru að benda á augljósar brotalamir í þeirri álmu Shangri La.
![]() |
Vatn almannaeign samkvæmt stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)