Greiningadeild lögreglunnar

Þessi staða var mér fyrir löngu ljós. Vissi af þessu fyrir löngu síðan. Og þess vegna fannst mér sú harkalega gagnrýni sem Björn Bjarnason fékk þegar hann stofnaði greiningadeild, mjög ómakleg. Þeir sem hann gagnrýndu töldu um einhverja "njósnastarfssemi" vera á ferðinni. En svo er ekki, greiningardeildin var stofnuð einmitt til að berjast gegn glæpahópum og skipulagðri glæpastarfssemi.

Nú er ljósara en nokkru sinni áður hversu mikilvæg sú vinna er, að greina þessa hópa, tengsl milli þeirra og annarra erlendis, og stöðva þessa hópa.

Nota bene, við erum ekki að tala um pólska hópa. Nei, hópar af Rússum og Litháum hafa komið hingað til lands fyrir löngu síðan, í boði íslenskra "samstarfsaðila".


mbl.is Margir glæpahópar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband