Ef þetta er nóg til að sakfella McLaren...

...þá eru ÖLL íþróttalið sek um iðnaðarnjósnir.

Það vita allir sem hafa stundað hópíþróttir í úrvalshópum að liðsstjórar og þjálfarar fylgjast með hinum liðunum. Hvernig þau spila, hvernig þau raða inná leikmönnum, hvernig þau haga leikskipulagi sínu.

Nú kemur ekkert fram í úrskurði FIA sem bendir til að McLaren hafi nýtt sér gögnin. FIA skoðaði bílinn í ræmur, verksmiðjur McLaren, talaði við tæknimenn og fékk aðgang að öllum gögnum sem þau vildu. Ekkert. Nákvæmlega ekkert sem bendir til að McLaren hafi nýtt sér þessi gögn. Hvað þá að aðrir en Coughlan hafi vitað af þessum gögnum. Auðvitað vissi hann sitt hvað um Ferrari, hann var að vinna þar. Ef FIA dregur þá ályktun að Coughlan hafi notað gögnin, bara vegna þess að hann vissi sitt hvað um starfssemi Ferrari, þá eru FIA ekki gáfulegir.

En úrskurðurinn er byggður á tölvupóstum milli liðsmanna McLaren sem benda til þess að þeir viti sitthvað um Ferrari liðið. Þetta er einhver lélegasta röksemdafærsla sem maður hefur heyrt, í það minnsta er hún alls ekki grundvöllur fyrir þá refsingu sem McLaren fékk.

Öll liðin vita hluti um hin liðin. Það er nú bara þannig. Ferrari veit örugglega ýmislegt um McLaren. Annað væri óeðlilegt. En þetta mál snýst um það hvort að McLaren hafi stundað iðnaðarnjósnir og nýtt sér þessi gögn. Og það er ekkert sem bendir til þess að það sé búið að sanna eitt eða neitt. FIA bara dró ályktun (e. assumption). Og eins og einhver sagði þá eru "assumption the mother of all fuckups".

FIA er með drullu uppá bak í þessu máli sem og Ferrari. En McLaren er refsað.

Og hvaðan komu svo gögnin? Úr smiðju Ferrari, ekki satt? Er þetta allt bara kannski setup?

mbl.is Íþróttaráð FIA viðurkennir að hafa engar sannanir fyrir gagnanotkun af hálfu McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband