Það er ekki sama hvort er, Ferrari eða McLaren

Þegar Schumacher stöðvaði bíl sinn í Monaco í fyrra, og kom þannig í veg fyrir að Alonso gæti reynt að taka pólinn af honum, var Schumacher færður aftast. Það var hans refsing. Liðið fékk enga refsingu eins og McLaren fær núna, ofan á refsingu Alonso. Og samt var brot Schumacher gegn öllum ökumönnum, ekki bara liðsfélaga.

Það er ekki sama hvort er kært og hver fær refsingu í F1, Ferrari eða ekki-Ferrari.

mbl.is McLaren heldur áfrýjun refsingar í Búdapest til streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má lengi deila um svona atriði og frá ýmsum sjónarhornum.  Brot Schumarchers og brot Alonso (ef þetta eru brot) eru bæði lík og ólík.  Schumacher var einn að verki, en í broti Alonso tók þó nokkur hluti liðsins að virtist þátt í brotinu.  Það er því ekki með öllu óeðlilegt að liðinu sé gerð einhver refsing.

Að sama skapi má þá líklega velta því fyrir sér hvers vegna Schumi var færður aftast, en Alonso bara aftur um 5 sæti.  Það má útskýra með því að mistök eða brot hans hafði áhrif á fleiri en brot eða mistök Alonsos. 

Þessar tvær refsingar eru því ekki svo órökréttar, þegar málið er skoðað.

G. Tómas Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband