Málaliðar? Ginna? Fallbyssufóður?

Ég get skilið að Árna Þór þyki þetta ekki skemmtileg tíðindi, enda er hann svo mikill friðarins maður og æðislegur sem slíkur, en svona ummæli um "málaliða", "fallbyssufóður" og "ginningar" þykir mér fáránleg svo vægt sé að orði komist.

Segjum sem svo að VG haldi kynningarfund fyrir nýliðun í ungliðastarfinu og bjóði þar upp á kleinur og kaffi. Ætti ég þá, í fréttaviðtali og sem þingmaður að segja að þarna sé VG að ginna ungt fólk til "lopapeysukommahátta" með loforðum um ókeypis kleinur og sé að leita að "atvinnumótmælendum"?

Þó ég sé ekki sammála VG í flestum málum þá færi ég aldrei að haga máli mínu svona, með frasafilleríi, rugli og gildishlöðnum orðum með fyrirlitningu.

Ég var sjálfur í Frönsku Útlendingaherdeildinni í rúmlega fimm ár. Tók þar þátt í hraðsveitum Sameinuðu þjóðanna sem buttu enda á stríðið í Júgóslavíu og þjóðarmorðin sem þar fóru fram. Já, eitthvað sem Árna Þór finnst eflaust slæmt afrek!

Já, þarna fór álit mitt á Árna Þór fyrir lítið. Hann hefur megna fyrirlitningu á mér og því sem ég hef gert. Telur mig málaliða og fallbyssufóður. Veit hann hvað málaliði er? Sýnist ekki...

Já, þegar borgarastríð fara af stað, stríðsbumbur barnar af siðblindum og morðóðum leiðtogum, þjóðarmorð og stríðsglæpir fara í gang (nokkuð sem gerist því miður reglulega: Júgóslavía, Rwanda, Súdan, Líbía), þá er gott að hafa svona réttsýna menn eins og Árna Þór. Hann getur eflaust farið af stað og stöðvað illvirki og þjóðarmorð með blómum og fallegum orðum einum saman.

Ég legg því til að þessi öflugi friðarins maður fari niður í Líbíu og stöðvi stríðið þar. Hann hefur eflaust lausnina á því hvernig á að stöðva borgarstríð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, með diplómatískum leiðum. Nokkru sem helstu leiðtogum heims hefur margoft mistekist þrátt fyrir að vera t.d. forsetar stórríkja á borð við Bandaríkin, Þýskaland, Bretland og Frakkland. Nei, formaður utanríkisnefndar frá Íslandi er með lausnina. Hann veit best og getur því talað svona um þá sem fara og raunverulega stöðva slík grimmdarverk þegar allar aðrar umleitanir þrýtur.


mbl.is Óviðeigandi að leita að „fallbyssufóðri“ hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú veist vel að þessir pjakkar vita ekki hvað málaliði er.  Þeir munu hvá ef þú nefnir Blackwater.  (Mér er ekki ljóst hvað það fyrirtæki kallar sig núna).

Og fallbyssufóður?  Þeir eru fastir í fyrri heimstyrrjöldinni.

Þetta snýst ekki um neitt stríð held ég.  Það er verið að tappa af þjóðinni mannskap.  Friðsamlega.  Farsællega - en bara fyrir Noreg.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.6.2011 kl. 00:32

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Í Íslendingasögum frá 1000 til 1200 er getið sem íslendinga er gengu Noregskonungum á hönd, í biskupasögum eftir það má finna sömu heimildir, á 15 öld og sextándu er getið um enskubörnin sem flutt vor héðan út, á þeim sautjándu öld er getið um Jón Indíafara, á átjándu og nítjándu eru margar heimildir um íslendinga sem þjónuðu dönum og kóngi, á tuttugustu öld gegndu margir íslendinga Austurríki- Þýskaland og versturveldunum, í síðari heimstyrjöldin var sama saga, og í Víetnama og æ síðan hvað hver breytts, bara spyr.?

Rauða Ljónið, 15.6.2011 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband