Og hver á spurning að vera?

Viltu nú kvótakerfi?

1. Já

2. Nei

Það er eitt að sjá að núverandi kerfi er gallað og ranglátt, annað að koma með lausnina sem lagar það svo allir séu sáttir. Spurningarnar hér að ofan bera ekki í sér snefil að framtíðarsýn né heildarlausn á vandanum en þetta er sú umræða sem farið hefur fram undanfarið af fólki sem þykist vera svo réttlátt. Gallinn er að réttlæti eitt og sér hefur ekki brauðfætt einn né neinn.

Fram að þessu hefur ríkisstjórnin einungis getað bent á það hvað rangt er en getur ekki fyrir nokkra muni komið með fullmótaðar (eða betur mótaðar en nú  er) hugmyndir um hvernig framtíðarlausn á að vera. Og þá er ég að tala um í smáatriðum

Í fréttinni stendur:
" Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingar ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar á fundinum þegar hún lýsti því yfir í ræðu sinni að hún telji það vera góða „leið til þess að útkljá áratuga deilur um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun þeirra að láta kjósendur um að leiða málið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu". Þá sagði Jóhanna í lokaorðum sínum á fundinum að möguleg þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram næsta haust samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnlagabreytingar." 

 Endurúthlutun!  Já, það var einmitt það. Úthluta upp á nýtt. Hvernig? Til hverra? Hversu lengi? Gegn endurgjaldi? Eða ekki? Í gegnum byggðarkvóta? Hver fær? Fer þetta á marka? Til leigu? Sölu?

Það er eitt að þekkja ranglætið. Annað að þekkja réttlætið. Mikið hefur verið fjallað um ranglætið, sem er fortíðarmál. Réttlætið er framtíðarmál og á því munum við byggja afkomu okkar. Er þá ekki kominn Andskotans tími til að fara að fjalla um það?

Því þá kannski verður hægt að spyrja um betri möguleika og úthugsaðari en bara innihaldslaust Já/Nei sem sett er upp hér að ofan. 


mbl.is Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefur þetta einhverntíma verið spurning um kvótakerfi eða ekkert kvótakerfi?  Viltu ekki setja þig aðeins inn í málin? Annars er þetta glæsilegur strámaður hjá þér. Til hamingju með það. Verst hvað hann er laust bundinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2010 kl. 12:34

2 identicon

Viltu þá ekki Jón Steinar setja okkur sem ekki erum innvígðir í þá stjórnmálaflokka sem vilja breyta kerfinu inn í hvað það er sem á að gera í staðinn? Ég hef persónulega aldrei séð neitt annað í boði en "réttlátara kvótakerfi" sem aldrei hefur verið útskýrt neitt nánar. Hvaða lausn er uppi á borðinu? Meðan enginn getur gloprað því út úr sér verður "strámaðurinn" (leiðinlega ofnotað orð af sérstaklega vinstra fólki sem hefur engar röksemdir fram að færa) eina raunverulega skýringin sem fólk fær.

Gulli (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 13:23

3 identicon

Nb. Jón Steinar, ég hef ekki hugmynd um hvaða pólitísku stefnu þú aðhyllist, hef bara mest orðið var við þessa strámannaást hjá þeim sem eru til vinstri og finnst hún vera frekar aum rökfærsla.

Gulli (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 13:27

4 Smámynd: Óskar

Það hlýtur að vera hægt að semja eina spurningu til að koma þessu þjóðþrifamáli í gegn.  Spurningin gæti t.d. verið um hvort fara eigi firningarleið sem ríkisstjórnin hefur boðað og LÍÚ vælir ógurlega yfir.  Stuðningsmenn LÍÚ nota það sem afsokun að ekki sé hægt að semja spurninguna!  Það er enginn að biðja þá um að gera það en ég er nokkuð viss um að það verður ekki vandamál. 

Óskar, 28.3.2010 kl. 13:36

5 identicon

Það er ekki svo einfalt bara að taka af þeim sem nú hafa....

Þeir sem nú eru með kvótann eru ekki þeir sömu og fengu hann úthlutaðan í upphafi og að taka þetta af handhöfum í dag væri álíka vitlaust og ráðast í að taka íbúðina af Jóni Jóns út í bæ af því að við erum ekki sátt við hvernig lóðinni hans og kaupverði hennar var háttað hjá þeim sem að upprunalega keypti en seldi Jóni síðan fyrir a-o árum síðan. Jón hefur stofnað til skulda sinna og keypt af einhverjum sem hugsanlega græddi þá!!

Í allflestum tilfellum er hér verið að tala um 2-4 aðila í braski með kvóta. Það að ætla að stinga höndinni nú inní kerfið væri beinn þjófnaður. Frekar ætti að eltast við þá sem komu kerfinu á, ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem byggð var af sama rusli og núverandi stjórn þó auk Framsóknar og hver sat í þeirri ríkisstjórn.... jú Jóhanna nokkur Sigurðardóttir sem kaus og með kvótakerfinu á sínum tíma. Nú er hún komin í viðsnúning og ætlar að rífa kerfið niður af þvíað það var ekki nógu gott.... fyrir hvern???

Jóhanna er búin að sitja ALLTOF lengi á þingi til að vera einhver pappír annað en skeinir (alltaf í skítnum)

 Þjóðaratkvæði nú er í raun bara Lady Gaga að reyna að gera einhvern annann (humm... hljómar kunnuglega) ábyrgann fyrir egin afglöpum.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband